Gluggaþvottur

Við gluggaþvott notum við eingöngu heitt vatn og sápu sem er síðan skafað af með gluggasköfum. Við notumst við sérstaka gluggaþvottastiga sem koma okkur í návígi við gluggann upp að 3.hæð.

Húsfélög

Við þjónustum húsfélög, bæði lítil fjölbýlishús og stórar blokkir. Hvort sem það eru stök þrif eða samningur til lengri tíma þá mætum við ykkar þörfum.

Fyrirtæki

Eitt að því fyrsta sem viðskiptavinur sér eru gluggar. Vel þrifnir og hreinir gluggar eru stór hluti af góðri ímynd fyrirtækja. Regluleg þrif glugga viðheldur góðri ýmind fyrirtækja og dregur úr skaða á gleri að sökum veðurs.

Einstaklingar

Hvort sem þú býrð í einbýli eða fjölbýli þá þrífum við gluggana heima hjá þér.
Með hreinum gluggum bætir þú útsýni og hleypir dagsbirtu inn til þín.

Í stærri verkum þar sem stiginn dugir ekki til notum við körfubíla eða spjótlyfur. Með þessum tækjum komumst við í návígi við glugga á flestum af stærstu byggingum landsins.

Einnig erum við með sérstak kústakerfi þar sem síað vatn er notað og er það frábær lausn þar sem aðgengi er ekki gott fyrir körfubíla eða stiga. Þetta kústakerfi nær upp í allt að 7.hæðir.

Hafa samband

Björt

bjort@bjort.is
517-7787
kt. 5105180390

Samfélagsmiðlar

Scroll to Top